Elsa Magnúsdóttir
hefur þjálfað, tamið og keppt með góðum árangri til margra ára. Er með tamninga og þjálfunarpróf frá FT og Hólaskóla ogútskrifaðist sem reiðkennari vorið 2006. Elsa er þar að auki íþróttadómari.
[email protected] |
Pjetur N. Pjetursson
er alþjóðlegur FEIF-SPORT dómari og frístundareiðmaður. Hann hefur m.a.dæmt fyrir Ísland á heimsmeistaramóti í Svíþjóð, Danmörk og Hollandi og verið yfirdómari á Íslandsmóti og mörgum stórmótum . Pjetur hefur dæmt um alla Evrópu.
Til að bera björg í búskapinn stundar Pjetur vinnu í Hafnarfirði, þar sem hann er framkvæmdarstjóri hjá PON Pétri O. Nikulássyni ehf., Pjetur er í stjórn HÍDí (hestaíþróttadómarafélagi íslands) og formaður Búnaðarfélags Eyrarbakkahrepps. [email protected] |
Sigrídur Pjetursdóttir (Sigga Pje)
hefur verið í hestamennsku frá barnsaldri. Sigga hefur náð góðum árangri í keppnum frá barnsaldri og er m.a. 14 faldur Íslandsmeistari, sigurvegari í unglingaflokki á Landsmóti 1994, var í öðru sæti á Fjórðungsmóti 1996 og öðru sæti í A-flokki gæðinga á Landsmóti 2004. Hún hefur unnið við tamningar og þjálfun til margra ára bæði hérlendis og erlendis. Sigga er með tamninga- og þjálfunarpróf frá FT og Hólaskóla og útskrifaðist sem reiðkennari vorið 2007. Hún er þar að auki íþróttadómari, gæðingadómari og prófdómari í Knapamerkjum. Sigga hefur menntað sig á öðrum sviðum og er ferðamálafræðingur og fjölmiðlafræðingur BS frá HÍ og afþreyingarleiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands.
[email protected] |