Langar þig til að upplifa hestatengt ævintýri á Sólvangi?
Ef þú elskar hesta eða ert forvitin/n og vilt vita meira um hesta - þá er Sólvangur eflaust staðurinn fyrir þig. Við leggjum okkur fram við að fræða fólk um íslenska hestinn og gefa fólki kost á að komast í nálægð við hann. Sólvangsteymið hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og við eigum mikinn fjölda vel taminna hrossa. Þannig að hvort sem þú ert með mikla reynslu í hestamennsku og vilt bæta reiðmennsku þína eða ert byrjandi sem vilt einungis fá að vita aðeins meira um hestinn okkar - þá er eitthvað í boði fyrir þig hér á Sólvangi. Endilega vertu í sambandi við okkur ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að hér og við reynum að hanna fyrir þig drauma upplifum tengda íslenska hestinum :)
Þjónusta & verð
Hesthúsaheimsókn
Langar þig að vita meira um íslenska hestinn og heimsækja hestana á Sólvangi? Í heimsókninni er farið með ykkur í gegnum hesthúsið og ykkur sagt ýmislegt fróðlegt um íslenska hestinn og hestana á Sólvangi. Að sjálfsögðu má klappa hestunum og taka myndir af þeim. Eflaust kíkja kisurnar og hundarnir á ykkur í leiðinni. Heimsóknin tekur um 30 mínútur.
Nauðsynlegt er að panta þjónustuna fyrir fram.
|
Teymt undir börnum
Börn á aldrinum ca. 2 - 15 ára geta notið samvista við hestana á Sólvangi án þess að hafa reynslu. Barnið hjálpar til við að kemba og undirbúa hestinn og er síðan teymt á hesti - innandyra í reiðskemmunni eða úti (fer eftir veðri og vindum). Foreldrar geta fylgst með barninu og tekið myndir. Upplifunin tekur um 30 mínútur í heildina.
Við mælum með því að taka hesthúsaheimsókn á undan og læra meira um hestana! Nauðsynlegt er að panta þjónustuna fyrir fram.
|
Reiðkennsla - fyrir knapa á öllum stigum
Reiðkennsla er í boði fyrir knapa á öllum stigum. Reiðkennslan er einstaklingsmiðuð og framkvæmd af fagmenntuðum reiðkennurum. Hestarnir okkar eru af betri gerðinni og henta breiðum hópi iðkenda. En þeir eru allt frá því að vera þægir og rólegir töltarar upp í það að vera fyrstu verðlauna keppnishross. Þeir sem að eru lengra komnir í reiðmennsku geta einnig fengið reiðkennslu í reiðtúrum, meðal annars um svörtu strendur Eyrarbakka. Einnig er mögulegt að koma með eigin hesta í reiðkennslu. Við erum með reiðskemmu (11*20), reiðgerði og löglegan keppnisvöll.

Reiðkennsla - hestur og búnaður innifalinn
Reiðkennsla - með eigin hest
- Reiðkennsla (50 mín) – inni eða úti:
- Verð: 15.500 ISK
Reiðkennsla - með eigin hest
- Reiðkennsla (50 mín) – inni eða úti:
- Verð: 12.000 ISK
Hringteyming (fet, brokk og tölt)
Í hringteymingu er hesturinn leiddur á hring í kringum kennarann með löngum taum. Kennarinn stjórnar hestinum og því getur knapinn einbeitt sér að því að bæta jafnvægi og ásetu. Frábært bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Hringteyming (30 min) – Verð: 13.500 ISK
Hringteyming (30 min) – Verð: 13.500 ISK
Kennsla og reiðtúr - fyrir vanari knapa

Við bjóðum upp á reiðtúra í nágrenni við Eyrarbakka (Friðland í Flóa, svartar strendur) - en einungis fyrir þá sem að hafa verið að stunda hestamennsku eða verið í kennslu hjá okkur áður. Fyrst er tekinn stuttur reiðtími inni og svo fer reiðkennarinn með nemandanum í reiðtúr. Getum mest tekið á móti 4 persónum í einu. Hér er hestur og búnaður innifalinn.
Kennsla og reiðtúr ( ca 90 mín) – Verð: 21.500 ISK
Kennsla og reiðtúr ( ca 90 mín) – Verð: 21.500 ISK
Annað
- Endilega verið í sambandi ef þið viljið fá tilboð fyrir hópa eða hafið sérstakar óskir
Við viljum gjarnan koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og gerum tilboð í pakka og einstakar óskir. T.d. ef þú vilt gista hjá okkur í nokkra daga og nýtast við eitthvað af þjónustunni okkar á meðan dvöl stendur. Koma við hjá okkur í hestaferðinni og geyma hestana þína hjá okkur tímabundið. Eða bara eitthvað annað - sem þú telur okkur geta boðið upp á :)
Endilega vertu í sambandi fyrir frekari upplýsingar og tilboð. Fyrir skjót svör er best að hringja í Siggu s:8997792
Endilega vertu í sambandi fyrir frekari upplýsingar og tilboð. Fyrir skjót svör er best að hringja í Siggu s:8997792
Við getum líka komið til þín :)
Bæði Sigga og Elsa hafa áralanga reynslu af reiðkennslu og hafa haldið reiðnámskeið víða um heiminn. Endilega verið í sambandi ef þið hafið áhuga á að fá okkur til að kenna í ykkar nágrenni.